Tilkynningar

Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd miðvikudaginn 5. október - bein útsending

4.10.2011

Opinn fundur verður haldinn í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis miðvikudaginn 5. október 2011 kl. 9.30.

Gestur fundarins verður Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Rætt verður um þau mál sem ráðherra hyggst leggja fram á komandi þingi. Áætlað er að fundurinn standi til kl. 11.00.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.