Tilkynningar

Skýrsla nefndar um eflingu græna hagkerfisins

29.9.2011

Nefnd kosin af Alþingi til að kortleggja sóknarfæri íslensks atvinnulífs á sviði grænnar atvinnusköpunar, samkvæmt ályktun Alþingis, skilaði skýrslu um eflingu græna hagkerfisins 29. september 2011.

Í nefndinni áttu sæti, Skúli Helgason, formaður, Salvör Jónsdóttir, varaformaður, Arna Lára Jónsdóttir, Bergur Sigurðsson, Dofri Hermannsson, Guðný Káradóttir, Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Guðmundur Steingrímsson og Illugi Gunnarsson.

Starfsmenn nefndarinnar voru Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og Elfa Dögg Þórðardóttir umhverfisfræðingur.