Tilkynningar

Skýrsla nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins kynnt 29. september

28.9.2011

Nefnd Alþingis um eflingu græna hagkerfisins kynnir í dag, fimmtudaginn 29. september, niðurstöður af vinnu sinni undanfarna 12 mánuði.

Nefndin var skipuð fulltrúum allra þingflokka 6. september 2010 og leggur fram á morgun skýrslu með tillögum um hvernig megi örva umhverfisvæna atvinnusköpun á Íslandi.

Skýrslan verður kynnt fjölmiðlamönnum á fundi kl. 13.30 á nefndasviði Alþingis, Austurstræti 8-10 (gengið inn frá Austurvelli).

Nánari upplýsingar veitir:
Skúli Helgason
Formaður nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins.