Tilkynningar

130 ár frá vígslu Alþingishússins

1.7.2011

Alþingishúsið var vígt við þingsetningarathöfn 1. júlí 1881, fyrir 130 árum síðan. Smíði hússins tók ekki nema eitt ár en hafist var handa við að taka grunn fyrir húsinu vorið 1880. Arkitektinn Ferdinand Meldahl teiknaði húsið, yfirsmiðurinn var danskur og steinsmiðir og múrarar frá Danmörku tóku þátt í smíði hússins. Talið er að um 100 Íslendingar hafi fengið vinnu við Alþingishússsmíðina.


Ágrip af sögu Alþingishússins.