Tilkynningar

Reglur um styrki til að stuðla að umræðu og fræðslu um ESB

31.5.2011

Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykkt reglur um styrki til að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu um Evrópusambandið, stefnu þess og áhrif hugsanlegrar aðildar Íslands að sambandinu. Á fjárlögum fyrir árið 2011 var veitt fé til slíkra styrkveitinga. Forsætisnefnd mun á næstunni ganga frá skipan úthlutunarnefndar sem mun auglýsa eftir umsóknum.