Tilkynningar

Breytt fyrirkomulag úthlutana á safnliðum í fjárlögum

10.6.2011

Á árinu 2012 verða gerðar breytingar á úthlutun styrkja til félaga, samtaka og einstaklinga á þann veg að Alþingi ákvarðar einungis umfang einstakra málaflokka en lætur aðra aðila, svo sem lögbundna sjóði, menningarráð landshluta, ráðuneyti og fleiri um úthlutun úr þeim, allt eftir því sem við á. Öllum umsóknum um styrki verður fundinn farvegur þannig að taka megi afstöðu til þeirra á grundvelli fyrir fram ákveðinna viðmiða.


Þetta þýðir að fjárlaganefnd Alþingis mun ekki veita viðtöku erindum frá félögum, samtökum eða einstaklingum eins og verið hefur. Í september næstkomandi verður sett á vef Alþingis nánari útskýring á þessum breytingum og hvert aðilar eigi að snúa sér með styrkbeiðnir sínar.