Tilkynningar

Ræður Jóns Sigurðssonar birtar á vef Alþingis í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli hans

15.6.2011

Ræður Jóns Sigurðssonar birtar á vef Alþingis í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli hans.


Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, greindi frá því í ræðu sinni á minningarfundi um Jón Sigurðsson að í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar hafi ræður hans á Alþingi verið skannaðar inn. Hægt að lesa þær á althingi.is/jon_sigurdsson.

Ræðum Jóns hefur verið raðað annars vegar eftir þingum og hins vegar eftir málum og leitast við merkja allar ræður ákveðnu þingmáli. Jón flutti fjöldamargar ræður sem forseti þingsins og eru þær flestar um fundarstjórn. Af málefnum sem Jón barðist fyrir á Alþingi má nefna fullveldi Íslands, kröfu um verslunarfrelsi, úrbætur í menntamálum og kröfu um frjálslegri kosningarrétt og kjörgengi. Á þessari vefsíðu eru nú allar ræður sem hann flutti á Alþingi.

Á fyrsta þingi hins endurreista Alþingis árið 1845 tók Jón strax forystu meðal almennra þingmanna. Hann var kosinn í fjölmargar nefndir og var framsögumaður margra þeirra. Jón Sigurðsson sat á 13 þingum auk þjóðfundarins. Hann var tíu sinnum kjörinn forseti þingsins og hafði því mikil áhrif á þingstörfin og átti stóran þátt í að móta þau á fyrstu árum hins endurreista Alþingis.