Tilkynningar

Alþingi gerir samning við Vísindavefinn um uppsetningu og rekstur Evrópuvefs

4.5.2011

Alþingi og Vísindavefur Háskóla Íslands undirrituðu í dag samning um að Vísindavefurinn tæki að sér að sjá um uppsetningu og rekstur upplýsingavefs um Evrópusambandið og Evrópumál, en í fjárlögum ársins 2011 er framlag til að koma slíkum vef á fót í tilefni af aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Tilgangur vefsins er að veita hlutlægar, málefnalegar og trúverðugar upplýsingar um Evrópusambandið. Uppbygging vefsins og framsetning efnis verður með svipuðu sniði og á Vísindavefnum og byggir á þeirri reynslu sem þar hefur fengist.

Gert er ráð fyrir að Evrópuvefurinn verði opnaður 23. júní 2011.