Tilkynningar

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011

12.4.2011

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 hlýtur Gyrðir Elíasson.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs nema 350.000 dönskum krónum, nær 7,5 milljónum íslenskra króna. Gyrðir Elíasson mun veita verðlaununum viðtöku á Norðurlandaráðsþinginu 2. nóvember 2011 í Kaupmannahöfn. Sjá nánar í frétt á vef Norðurlandaráðs.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fagna hálfrar aldar afmæli í ár og í tilefni þess stendur Norðurlandaráð fyrir fjölda viðburða. Nánari upplýsingar um hálfrar aldar afmælið og alla rithöfundana á vefsíðunni http://www.norden.org/bokmenntaverdlaunin