Tilkynningar

Upptaka af opnum nefndarfundi um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands 4. mars

4.3.2011

Opinn fundur var haldinn föstudaginn 4. mars í þremur fastanefndum Alþingis, efnahags- og skattanefnd, fjárlaganefnd og viðskiptanefnd, um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabankans. Gestir fundarins voru Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, og Rannveig Sigurðardóttir, ritari peningastefnunefndar.

Fundurinn var haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis að Austurstræti 8-10 og var opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi.

Fundurinn var sendur beint út á vef Alþingis og eru nú aðgengilegar hljóð- og myndupptökur á vefsíðu efnahags- og skattanefndar. Fundurinn var jafnframt sendur út á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn var haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.

Lög um Seðlabanka Íslands kveða svo á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og að ræða eigi efni skýrslunnar á sameiginlegum fundi efnahags- og skattanefndar, fjárlaganefndar og viðskiptanefndar. Skýrsla peningastefnunefndar desember 2010.