Tilkynningar

Upptaka af opnum fundi í umhverfisnefnd með umhverfisráðherra um Vatnajökulsþjóðgarð 4. mars

4.3.2011

Opinn fundur var haldinn í umhverfisnefnd um málefni Vatnajökulsþjóðgarðs föstudaginn 4. mars. Fjallað var um nýsamþykkta verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn. Gestir fundarins voru Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Glóey Finnsdóttir, lögfræðingur í umhverfisráðuneyti, Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneyti og Kristveig Sigurðardóttir, formaður stjórnar Vatnjökulsþjóðgarðs.

Fundurinn var haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis að Austurstræti 8-10 og var opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi. Fundurinn var sendur beint út á vef Alþingis og eru nú aðgengilegar hljóð- og myndupptökur á vefsíðu umhverfisnefndar. Fundurinn var jafnframt sendur út á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn var haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.