Tilkynningar

Opinn nefndarfundur um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands 4. mars

3.3.2011

Opinn fundur verður haldinn í þremur fastanefndum Alþingis, efnahags- og skattanefnd, fjárlaganefnd og viðskiptanefnd, föstudaginn 4. mars 2011 kl. 10.00. Rætt verður um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Gestir fundarins verða Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, og Rannveig Sigurðardóttir, ritari peningastefnunefndar.

Lög um Seðlabanka Íslands kveða svo á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og að ræða eigi efni skýrslunnar á sameiginlegum fundi efnahags- og skattanefndar, fjárlaganefndar og viðskiptanefndar. Skýrsla peningastefnunefndar desember 2010.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur