Tilkynningar

Ljósmyndir úr Alþingishúsinu

21.1.2011

Skrifstofa Alþingis leitar eftir ljósmyndum sem teknar voru í Alþingishúsinu, einkum fyrir árið 1960. Leitað er að myndum úr þingsal og einnig úr öðrum herbergjum hússins. Háskóli Íslands hafði aðsetur í húsinu frá 1911 til 1940 og væri mikill fengur í myndum frá þeim tíma.

Þeir sem kynnu að hafa myndir úr Alþingishúsinu undir höndum og væru tilbúnir til að leyfa skrifstofu þingsins að skanna þær eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við ritstjori@althingi.is eða í síma 5630500.