Tilkynningar

Opinn fundur allsherjarnefndar 29. nóvember um skýrslu umboðsmanns Alþingis vegna starfsársins 2009

26.11.2010

Opinn fundur verður haldinn í allsherjarnefnd Alþingis mánudaginn 29. nóvember 2010 kl. 9.30. Rætt verður um skýrslu umboðsmanns Alþingis vegna starfsársins 2009.

Gestir fundarins verða Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og Róbert R. Spanó prófessor, forseti lagadeildar Háskóla Íslands.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Fundurinn verður sendur beint út í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn var haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.