Tilkynningar

Nefndadagur verður mánudaginn 15. nóvember

11.11.2010

Mánudagurinn 15. nóvember er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Allsherjarnefnd, félags- og trygginganefnd, fjárlaganefnd og umhverfisnefnd funda fyrir hádegi. Samgöngunefnd og viðskiptanefnd funda í hádeginu og heilbrigðisnefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, menntamálanefnd og efnahags- og skattanefnd funda síðdegis.