Tilkynningar

Alþingi fær samfélagslampa Blindrafélagsins

15.10.2010

Samfélagslampi Blindrafélagsins var afhentur Alþingi og Blindravinafélaginu 15. október 2010. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, veitti samfélagslampanum viðtöku fyrir hönd þingsins. Hann var veittur í tilefni af gildistöku laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins, afhenti lampann.