Tilkynningar

Vettvangsferð allsherjar- og menntamálanefndar

30.8.2013

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fór í tvær heimsóknir fimmtudaginn 29. ágúst, annars vegar til Útlendingastofnunar þar sem Kristín Völundardóttir forstjóri tók á móti nefndinni og kynnti starfsemi stofnunarinnar og hins vegar til lögreglustjórans á Suðurnesjum þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri fór yfir starfssvið lögreglunnar á Suðurnesjunum. Einnig hitti nefndin Björn Óla Hauksson, forstjóra Isavia, sem fór yfir rekstur og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar.