Tilkynningar

Starfsfólk Borgarleikhússins heimsækir Alþingi að loknum lestri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis

19.4.2010

Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, hefur boðið leikurum, sem lásu upp skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í Borgarleikhúsinu, og aðstoðarfólki þeirra, að koma í heimsókn í Alþingishúsið mánudaginn 19. apríl 2010 kl. 12.30. Leikararnir hafa lokið lestri á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í leikhúsinu eftir 146 klukkustunda samfelldan lestur. Fulltrúum fjölmiðla er boðið að vera við upphaf móttökunnar.