Tilkynningar

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis afhent

12.4.2010

Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 afhenti forseta Alþingis, Ástu R. Jóhannesdóttur, skýrslu sína í morgun í efrideildarsalnum í Alþingishúsinu. Varaforsetar þingsins og formenn þingflokka voru við afhendinguna. Í kjölfarið opnaði forseti Alþingis aðgang að skýrslu rannsóknarnefndarinnar á vef Alþingis.

Vefútgáfu skýrslunnar (http://rna.althingi.is/sparisjodir/skyrsla-nefndarinnar/) er ætlað að vera aðalútgáfa skýrslunnar enda birtist þar efni sem ekki er í hinni prentuðu útgáfu, m.a. ensk þýðing á hluta skýrslunnar (http://sic.althingi.is), tölfræðilegt efni og bréfaskipti nefndarinnar og 12 einstaklinga sem veittur var andmælaréttur um atriði sem fram koma í skýrslunni. Prentaða útgáfan, sem er í allt um 2000 blaðsíður í níu bindum, verður til sölu í bókaverslunum.