Tilkynningar

Opinn fundur allsherjarnefndar með umboðsmanni Alþingis um skýrslu umboðsmanns árið 2008

24.11.2009

Allsherjarnefnd Alþingis hélt opinn fund kl. 10.30 þriðjudaginn 24. nóvember 2009. Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir starfsárið 2008 var til umræðu. Settur umboðsmaður ásamt kjörnum umboðsmanni mættu fyrir nefndina og kynntu skýrsluna. Var þetta í fyrsta sinn sem umboðsmaður mætti á opinn fund.

Fundurinn var haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis að Austurstræti 8-10 og var opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi.

Fundurinn var sendur beint út á vef Alþingis og eru nú aðgengilegar hljóð- og myndupptökur. Fundurinn var jafnframt sendur út á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn var haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.