Tilkynningar

Opinn fundur allsherjarnefndar með umboðsmanni Alþingis um skýrslu umboðsmanns árið 2008

20.11.2009

Opinn fundur verður haldinn í allsherjarnefnd Alþingis kl. 10.30 þriðjudaginn 24. nóvember 2009. Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir starfsárið 2008 verður til umræðu. Settur umboðsmaður ásamt kjörnum umboðsmanni mæta fyrir nefndina og kynna skýrsluna. Verður þetta í fyrsta sinn sem umboðsmaður mætir á opinn fund.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis að Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Fundurinn verður sendur beint út í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.

Nánari upplýsingar veitir ritari allsherjarnefndar, Elín Valdís Þorsteinsdóttir lögfræðingur, í síma 563 0427 og Arna Björk Jónsdóttir upplýsingafulltrúi í síma 695 2762.