Tilkynningar

Nefndadagur verður mánudaginn 9. nóvember

6.11.2009

Mánudagurinn 9. nóvember er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun þingsins. Heilbrigðisnefnd, efnahags- og skattanefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og fjárlaganefnd funda fyrir hádegi, umhverfisnefnd og menntamálanefnd í hádeginu og allsherjarnefnd, félags- og trygginganefnd, utanríkismálanefnd, iðnaðarnefnd og samgöngunefnd funda síðdegis. Nákvæmari tímasetningar og dagskrá má sjá ofar á síðunni.