Tilkynningar

Forseti Alþingis kynnir skýrslu Félagsvísindastofnunar HÍ um traust Íslendinga til Alþingis

20.8.2013

Forseti Alþingis kynnir skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um traust Íslendinga til Alþingis á fréttamannafundi í Alþingishúsinu kl. 11, miðvikudaginn 21. ágúst. 

Skýrslan byggir á könnun sem unnin var að beiðni skrifstofu Alþingis og verður fjölmiðlum gerð grein fyrir niðurstöðum hennar á fundinum.