Tilkynningar

Fundur um framgang rannsóknar á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna

2.4.2009

Rannsóknarnefnd Alþingis, sem vinnur að skýrslu um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, átti í dag, 2. apríl 2009, fund með forseta Alþingis, formönnum þingflokka og forsætisnefnd, sbr. lög nr. 142/2008 um rannsóknina. Dr. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, og Tryggvi Gunnarsson gerðu grein fyrir framvindu rannsóknarinnar fyrir hönd nefndarinnar, sbr. 2. mgr. 16. gr. laganna.