Tilkynningar

Fundur forsætisnefndar á Húsavík

13.8.2014

Forsætisnefnd Alþingis heldur tveggja daga fund á Húsavík 14.-15. ágúst næstkomandi. Fundurinn er meðal annars til undirbúnings nýju þingi sem hefst þann 9. september. Fjölmörg mál eru á dagskrá fundarins. Dagskráin er birt hér að neðan.


Dagskrá 742. fundar forsætisnefndar Alþingis 14.–15. ágúst 2014 á Fosshóteli Húsavík.

Fimmtudagur 14. ágúst.

1. Starfsáætlun Alþingis 2014-2015.
2. Fjármál Alþingis.
    a. Rekstrarstaða Alþingis 2014.
    b. Fjárauki 2014.
    c. Fjárlagatillögur Alþingis fyrir 2015.
    d. Fjármál rannsóknarnefnda (lokauppgjör).
3. Þingsköp Alþingis (endurskoðun laga).
4. Frumvarp um opinber fjármál.
5. Fundarstjórn forseta (framkvæmd tiltekinna atriða í vinnureglum).
6. Málefni umboðsmanns Alþingis.
7. Málefni Ríkisendurskoðunar.

Föstudagur 15. ágúst.

8. Málefni Þingvalla.
9. Húsnæðismál Alþingis.
10. Endurskoðun laga um Ríkisendurskoðun.
11. Endurskoðun laga um umboðsmann Alþingis.
12. Endurskoðun kosningalaga.
13. Breytingar á reglum um aðgang að þingpöllum.
14. Aðkoma Alþingis að kosningarréttarafmælinu.
15. Erlend samskipti Alþingis; yfirlit.
16. Ritaraþjónusta fyrir þingflokka.
17. Siðareglur fyrir alþingismenn.
18. Rannsóknarnefndir Alþingis (lagabreytingar, viðbrögð í ljósi reynslunnar).
19. Önnur mál.