Tilkynningar

Styrkumsóknir til fjárlaganefndar

2.9.2002

Eyðublaði fyrir umsóknir um styrki til fjárlaganefndar Alþingis hefur verið komið fyrir á vef þingsins. Fylla má út eyðublaðið í tölvu og prenta út til undirritunar.

Umsóknir skulu berast nefndinni fyrir 1. október nk. Póstfangið er Austurstræti 8-10A, 150 Reykjavík.