Tilkynningar

Upplýsingavefur um alþingiskosningar 2003

11.11.2002

Dómsmálaráðuneytið hefur opnað upplýsingavef um alþingiskosningarnar sem haldnar verða 10. maí 2003. Tenging er í vefinn af síðunni Valin vefföng á vef Alþingis.

Á upplýsingavefnum eru fræðandi og hagnýtar upplýsingar um atriði sem lúta að næstu alþingiskosningum. Upplýsingarnar eiga að nýtast almennum kjósendum, stjórnmálasamtökum og þeim sem vinna að kosningunum. Á vefnum er fjallað lög og reglugerðir, kjósendur, framboð, kjörskrá, utankjörfundaratkvæðagreiðslu og atkvæðagreiðslu á kjördegi.

Hægt er að skoða breytta kjördæmaskipan í myndrænni framsetningu með skýringum. Þegar nær dregur kosningum verða upplýsingar um framboðslista og kjörstaði settar á vefinn.

Boðið er upp á að senda fyrirspurnir til ráðuneytisins um hvaðeina sem lýtur að framkvæmd alþingiskosninganna.