Tilkynningar

Sýning í Skála í tilefni 50 ára afmælis hljóðupptöku á ræðum

21.11.2002

Nú stendur yfir í Skálanum sýning á munum og skjölum í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að vélræn upptaka á þingræðum hófst. Á sýningunni má meðal annars sjá gömul hljóðupptökutæki og hraðritunargögn. Einnig gefst tækifæri til að hlusta á hljóðdæmi af röddum allra forsætisráðherra frá 1952. Jafnframt er hægt að heyra brot af fyrstu tilraunaupptökunni sem gerð var 25. apríl 1949. Sýningin í Skálanum er opin almenningi frá 10-12 og 14-16 á virkum dögum til 17. janúar 2003.