Tilkynningar

Opinn fundur efnahags- og skattanefndar um viðræður Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn

27.10.2008

Efnahags- og skattanefnd Alþingis heldur fund kl. 13.00 mánudaginn 27. október. Ósk hefur komið fram um að fundurinn verði opinn og formaður styður þá tillögu.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis að Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Á fundinum verður rætt um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og viðræður um aðstoð hans við Ísland.

Ásmundur Stefánsson, sem unnið hefur að samræmingu viðbragða íslenskra stjórnvalda á vegum forsætisráðuneytis, og Friðrik Már Baldursson, sem verið hefur í forsvari fyrir Íslands hönd í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, verða gestir á fundinum.

Miðað er við að fundurinn standi í allt að tvo tíma.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Brynja Einarsdóttir, forstöðumaður nefndasviðs, í síma 563 0500.