Tilkynningar

Ferð sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar um Vestfirði 22. og 23. september

22.9.2008

Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis ferðast um Vestfirði 22. og 23. september 2008. Nefndarmenn funda með fulltrúum Fjórðungssambands Vestfirðinga og kynna sér ýmis verkefni og starfsemi fyrirtækja og stofnana.

Meðal þess sem nefndin kynnir sér er Þróunarsetur Vestfjarða, námsbraut í vinnslu sjávarafurða í Menntaskólanum á Ísafirði, þorskeldi, kræklingarækt, rækjuvinnslu, fiskverkun, mjólkurframleiðslu og fóðurtilraunir með kalkþörungamjöli, búskaparskógrækt og framleiðsla flæðilína o.fl. fyrir sjávarútveg og landbúnað.