Tilkynningar

Ferð félags- og tryggingamálanefndar um Suðurland og Vestmannaeyjar 22.-24. september

22.9.2008

Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis ferðast um Suðurland og Vestmannaeyjar 22.-24. september 2008. Nefndarmenn funda meðal annars með fulltrúum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi og með fulltrúum bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum.

Meðal þess sem nefndin kynnir sér eru fangelsismál og málefni fatlaðra á Suðurlandi, rekstur ýmissa hjúkrunar- og dvalarheimila, sambýla, heimila fyrir fatlaða einstaklinga og endurhæfingarstöðva á svæðinu.