Tilkynningar

Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2008

8.9.2008

Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins árið 2008 verða veitt á morgun, þann 9. september, kl. 10.30 í Alþingishúsinu.

Þetta er í fjórða skipti sem verðlaunin eru veitt en þeim er úthlutað annað hvert ár. Auk heiðursins sem í verðlaununum er fólginn hlýtur vinningshafinn sem nemur 60.000 dönskum krónum eða um milljón íslenskra króna.

Dómnefndir barnabókaverðlaunanna í Færeyjum, Grænlandi og Íslandi tilnefndu í desember 2007 eina bók frá hverju landi til verðlaunanna.

Frá Færeyjum var bókin Apollonia tilnefnd sem Edward Fuglø bæði ritaði og myndskreytti, frá Grænlandi var barnabókin Abct eftir Julie Edel Hardenberg tilnefnd og frá Íslandi var Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur tilnefnd.

Fjölmiðlum er boðið að vera viðstaddir athöfnina.