Tilkynningar

Umsækjendur um embætti ríkisendurskoðanda

20.5.2008

Fimm sóttu um embætti ríkisendurskoðanda. Þeir eru: Birgir Finnbogason, sem starfar við ráðgjafar- og endurskoðunarstörf, Óskar Sverrisson, sem starfar sem endurskoðandi hjá Ríkisendurskoðun, Rúnar Bjarni Jóhannsson, sem starfar sem sviðsstjóri fjármálasviðs LSH, Sigurgeir Bóasson, sem starfar sem endurskoðandi hjá Ríkisendurskoðun, og Sveinn Arason, sem starfar sem skrifstofustjóri (og endurskoðandi) hjá Ríkisendurskoðun.