Tilkynningar

Heimsóknir efnahags- og skattanefndar á höfuðborgarsvæðinu

27.9.2007

Efnahags- og skattanefnd Alþingis fór dagana 20. og 21. september í heimsóknir til fyrirtækja, samtaka og stofnana á höfuðborgarsvæðinu. Nefndarmenn kynntu sér meðal annars starfsemi og lagaumhverfi tolla- og skattamála, fræddust um starfsemi lífeyrissjóða og funduðu um íslenskt efnahags- og viðskiptalíf.