Tilkynningar

Ferð heilbrigðisnefndar um Norðvestur- og Norðausturland, 18. og 19. september

18.9.2007


Heilbrigðisnefnd Alþingis ferðast um Norðvestur og Norðausturland 18. og 19. september. Nefndarmenn heimsækja Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks, Sjúkrahúsið á Akureyri, Kristnesspítala, Heilsugæsluna á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Egilsstaða og Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað og eiga fundi með stjórnendum þessara stofnana. Meðal þess sem nefndarmenn kynna sér er reynsla af samþættri félags- og heilbrigðisþjónustu.