Tilkynningar

Ferð samgöngunefndar um Norðausturland 17. og 18. september 2007

17.9.2007


Samgöngunefnd ferðast um Norðausturland 17. og 18. september og kynnir sér verkefni á sviði samgöngumála, m.a. Héðinsfjarðargöng og jarðgangaframkvæmdir í Skútudal. Nefndarmenn munu einnig kynna sér samgöngur við Grímsey, skoða Grímseyjarflugvöll og höfnina í Grímsey. Fundir verða haldnir með bæjarstjórn Fjallabyggðar og sveitarstjórn Grímseyjar.