Tilkynningar

Ferð fjárlaganefndar 10.-12. september 2007

10.9.2007

Fjárlaganefnd Alþingis mun ferðast um Reykjanes, Suðurnes og Vestmannaeyjar dagana 10.-12. september 2007. Markmið ferðarinnar er að undirbúa vinnu við fjárlög fyrir árið 2008 og eiga fundi með sveitarstjórnum og kynna sér starfsemi og fjármálaumhverfi stofnana í því skyni. Stofnanir sem nefndin heimsækir á Suðurnesjum eru m.a. Flugmálastjórn, Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þá mun nefndin kynna sér starfsemi Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Í Vestmannaeyjum mun nefndin eiga fund með bæjarstjórn og heimsækja framhaldsskólann, Hraunbúðir, Náttúrustofu Suðurlands o.fl.