Tilkynningar

Fundir fjárlaganefndar Alþingis með sveitarstjórnarmönnum vegna fjárlagaársins 2008

6.9.2007

Fjárlaganefnd Alþingis ráðgerir að gefa sveitarstjórnarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni vegna fjárlagaársins 2008 fimmtudaginn 20. september og föstudaginn 28. september frá kl. 8.30-17.00. Enn fremur er gefinn kostur á fundi gegnum fjarfundabúnað fimmtudaginn 27. september frá kl. 8.30-12.00.
Fjárlaganefnd fer þess á leit við sveitarstjórnir að þær sendi erindi sín til nefndarinnar eigi síðar en 19. september á netfangið aro@althingi.is eða í pósti á Fjárlaganefnd Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík.
Upplýsingar og tímapantanir eru í síma 5630 405 frá kl. 9.00-16.00 til og með 13. september. Einnig má panta tíma í tölvupósti á netfangið aro@althingi.is. 


Umsóknareyðublað til fjárlaganefndar.