Tilkynningar

Ferð félags- og tryggingamálanefndar 5.-6. september 2007

5.9.2007

Nefndarmenn félags- og tryggingamálanefndar ferðast um Norðvesturland 5. og 6. september. Nefndarmenn munu m.a. heimsækja sérskóla fyrir langveik börn og áfangheimili fyrir geðfatlaða og eiga fundi með fagaðilum í félagsþjónustu. Markmið ferðarinnar er að nefndarmenn kynni sér atvinnu- og búsetumál fatlaðra og samþættingu þjónustu við fatlaða í tengslum við flutning verkefna til sveitarfélaga. Jafnréttismál og reynsla einstakra opinberra stofnana af tilfærslu verkefna út á landsbyggðina verður einnig meðal þess sem nefndarmenn kynna sér í ferðinni.