Tilkynningar

Ferð umhverfisnefndar og iðnaðarnefndar 16.-17. ágúst 2007

16.8.2007

Nefndarmenn í umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis munu ferðast um Suðurland dagana 16.-17. ágúst 2007 og skoða virkjanir við Þjórsá og kynna sér fyrirhugaða virkjunarkosti og umhverfi þeirra. Jafnframt munu nefndarmenn funda með fulltrúum Flóahrepps, Landsvirkjunar, Orkustofnunar, Náttúruverndarsamtaka Suðurlands, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, áhugahóps um verndun Þjórsár og Sólar á Suðurlandi.