Tilkynningar

Birgir Ármannsson starfandi forseti Alþingis

14.5.2007

Frá kjördegi til þingsetningardags gegnir 3. varaforseti Alþingis, Birgir Ármannsson, störfum þingforseta, sbr. 6. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, eins og henni var breytt með 4. gr. laga nr. 68/2007 frá 28. mars 2007.