Tilkynningar

Undirbúningsfundur fyrir 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna

13.9.2013

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, hefur í samræmi við ályktun Alþingis boðað til fundar með fulltrúum samtaka íslenskra kvenna og stofnana sem fást við jafnréttismál kvenna og karla til að ræða hvernig minnast skuli þess að á árinu 2015 eru 100 ár liðin frá því að íslenskrar konur hlutu kjörgengi og kosningarrétt til Alþingis. Á fundinum verður kosin fimm manna framkvæmdanefnd sem ætlað er að móta endanlegar tillögur og annast frekari undirbúning fyrir afmælisárið 2015.
 

Fundurinn er haldinn í Víkinni (Sjóminjasafni Íslands) laugardaginn 14. september og stendur frá kl. 11-14.

Fulltrúum fjölmiðla er velkomið að vera við upphaf fundarins.