Tilkynningar

Umhverfis- og samgöngunefnd í heimsókn á Vestfjörðum

9.10.2014

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis verður í vettvangsferð á Vestfjörðum 9.–10. október 2014. Nefndarmenn munu m.a. kynna sér samgöngumál á svæðinu með fulltrúum Vegagerðarinnar og Náttúrufræðistofnunar og sveitarstjórnarmönnum úr Reykhólahreppi, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppi, Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhreppi.