Tilkynningar

Starf ritara þingmanna laust til umsóknar

31.10.2014

Ritari þingmanna á skrifstofu Alþingis


Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir ritara þingmanna sem getur sinnt almennum ritarastörfum og einnig unnið sjálfstætt sem sérfræðingur við öflun, vistun og úrvinnslu gagna. 
Um er að ræða 50% starf.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Almenn tölvu- og ritvinnsluþjónusta.
 • Öflun og úrvinnsla gagna.
 • Undirbúningur funda.
 • Skjalavarsla, bréfaskriftir og símaþjónusta.
 • Önnur verkefni ritara.

Hæfnikröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Fullt vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Góð kunnátta í ensku og norðurlandamáli, bæði í rituðu og töluðu máli.
 • Sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
 • Sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Rík þjónustulund.

Þeir sem koma til álita í starfið verða beðnir um að þreyta sérstakt hæfnispróf.


Frekari upplýsingar um starfið:
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Alþingis. Æskilegt er að umsækjandur geti hafið störf sem fyrst. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um stöðuna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Alþingi er reyklaus vinnustaður.

Gildi skrifstofu Alþingis eru:

Þjónustulund. Fagmennska. Samvinna.

Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með17.11.2014

Nánari upplýsingar veitir Ólöf Þórarinsdóttir - olof@althingi.is - 563 0500.