Tilkynningar

Upptaka af opnum fundi um skýrslu umboðsmanns Alþingis

23.1.2015

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hélt opinn fund föstudaginn 23. janúar 2015, um álit umboðsmanns Alþingis vegna frumkvæðisathugunar hans á samskiptum innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Upptökur af opnum fundum fastanefnda eru á vefsíðum nefndanna og á vefsíðu með upptökum af öllum opnum nefndarfundum.

Gestir fundarins voru: Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis. Maren Albertsdóttir, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis.