Tilkynningar

Upptaka af fundi velferðar­nefndar með fulltrúum ungmennaráða

4.2.2015

Velferðarnefnd Alþingis hélt  fund miðvikudaginn 4. febrúar 2015 í tilefni af 25 ára afmæli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Á fundinn komu átta ungmenni á aldrinum 14–18 ára úr ungmennaráðum umboðsmanns barna, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og UNICEF á Íslandi. Upptaka af fundinum.


Umræðuefni og gestir fundarins:


1. Þátttaka og réttindi barna

  • Sara Mansour, formaður ungmennaráðs UNICEF, fjallar um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og nauðsyn þess að kynna hann vel.
  • Einar Freyr Bergsson, ungmennaráði UNICEF, fjallar um 12. grein barnasáttmálans og mikilvægi þess að fullorðnir hlusti á börn og ungmenni.


2. Skólakerfið og menntun í víðari skilningi

  • María Fema Wathne, ungmennaráði umboðsmanns barna, fjallar um að færa þurfi skólakerfið nær nútímanum, m.a. um þörf fyrir meiri áherslu á hagnýtt nám.
  • Lilja Hrönn Önnu–Hrannarsdóttir, ungmennaráði umboðsmanns barna, fjallar um sérkennslu í leik- og grunnskólum og að tryggja þurfi að öll börn fái skólamáltíðir burtséð frá fjárhag foreldra.


3. Velferðarmál í víðum skilningi

  • Anna Ólöf Jansdóttir, ungmennaráði UNICEF, fjallar um ójafna stöðu íslenskra barna og hvernig fátækt getur dregið úr möguleikum barna til náms og tómstunda.
  • Nóni Sær Ásgeirsson, ungmennaráði Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, fjallar um hversu mikið vanti upp á fræðslu um fatlanir fyrir umsjónarmenn, kennara og born.
  • Ingibjörg Ragnheiður Linnet, ungmennaráði Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, fjallar um geðheilbrigðismál og ríka þörf á úrbótum gagnvart börnum.
  • Herdís Ágústa Linnet, formaður ungmennaráðs Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, fjallar um birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum og mikilvægi forvarna.