Tilkynningar

Afhending brjóstmyndar af Ásgeiri Ásgeirssyni forseta

14.3.2002

Fimmtudaginn 14. mars 2002 kl. 3 síðdegis, var athöfn í gamla efrideildarsalnum í Alþingishúsinu þar sem ættingjar Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands og forseta sameinaðs Alþingis, afhentu Alþingi brjóstmynd af Ásgeiri að gjöf.

Ásgeir Ásgeirsson var alþingismaður frá 1923-1952. Á þeim tíma var hann forseti sameinaðs Alþingis 1930-1931, fjármálaráðherra 1931-32 og forsætis- og fjármálaráðherra 1932-1934. Ásgeir var forseti Íslands frá 1952-1968.