Tilkynningar

Frestur til að sækja um styrk fyrir fjárlagaárið 2011 er til 15. september 2010

9.7.2010

Fjárlaganefnd Alþingis veitir nú eins og undanfarin ár viðtöku erindum frá félögum, samtökum og einstaklingum sem varða fjárlög ársins 2011. Umsóknarfrestur fyrir fjárlagaárið 2011 er til 15. september 2010.

Undirritað frumrit umsóknar ásamt fylgiskjölum sendist fjárlaganefnd Alþingis, Austurstræti 8-10A, 150 Reykjavík fyrir lok tilskilins frests, sjá nánar vefsíðu fjárlaganefndar. Ekki er tekið við umsóknum í tölvupósti.

Umsækjendum er gefinn kostur á að fylgja erindum sínum eftir á nefndarfundi og skal beiðni þar um send á netfangið aro@althingi.is. Um viðtalstíma fer eftir nánari ákvörðun nefndarinnar.