Tilkynningar

Alþingi afhentur stóll eftir skoska listamanninn Thomas Hawson

16.8.2004

Í dag, þriðjudaginn 17. ágúst, kl. 15 afhendir skoski listamaðurinn Thomas Hawson Alþingi sérhannaðan stól að gjöf. Að afhendingu lokinni verður móttaka í boði forseta Alþingis til heiðurs listamanninum. Jónína Bjartmarz varaforseti Alþingis mun taka við gjöfinni fyrir hönd þingsins.

Árið 2000 hannaði listmaðurinn Thomas Hawson stól sem skoska þingið gaf Alþingi í tilefni af því að 1000 ár voru liðin frá kristnitöku á Íslandi. Stóllinn sem skoska þingið færði Alþingi líkist að formi stefni langskips og stóllinn sem listamaðurinn gefur Alþingi nú sækir form sitt einnig til skipa víkinga.

Nánari upplýsingar um afhendinguna fást á skrifstofu Alþingis í síma 563 0622 og 894 6519.