Tilkynningar

Þrjár umsóknir bárust um starf skrifstofustjóra Alþingis

27.12.2004

Starf skrifstofustjóra Alþingis var auglýst laust til umsóknar 8. des. sl. og rann umsóknarfrestur um embættið út 22. des. sl. Umsækjendur eru þrír: Einar Farestveit, lögfræðingur á skrifstofu Alþingis. Helgi Bernódusson aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna. 

Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, hefur óskað eftir að láta af störfum frá 20. jan. 2005 en hann verður sjötugur síðar í mánuðinum.